Zonta konur með góðgerðakvöld í Frístundamiðstöðinni – glæsileg dagskrá


Í kvöld fer fram góðgerðar/fjáröflunarkvöld Zonta kvenna en það er Zontaklúbburinn Ugla á Akranesi og Zontaklúbbur Borgarfjarðar sem standa sameiginlega að þessum viðburði sem fram fer í nýrri Frístundamiðstöð við golfvöllinn á Akranesi.

Zonta eru félagssamtök kvenna sem hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna um heim allan sem og að vinna að verkefnum sem varða velferðarmál kvenna á heimaslóðum.

Dagskráin er glæsileg og stýrir Skagakonan landsþekkta, Eva Laufey Hermannsdóttir gleði kvöldsins.

• Guðríður Sigurjónsdóttir, formaður Zontaklúbbs Borgarfjarðar,
býður konur velkomnar.
• Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, fjármálastjóri: ,,Glíma konu við
samviskubitið”.
• Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, óperusöngkona í Íslensku óperunni
og Rakel Pálsdóttir söngfugl og eurovisionþátttakandi seiða fram
yndislega tóna.
• Þóra Ákadóttir, svæðisstjóri, Zontaklúbbi Akureyrar: ,,Fréttir úr
umdæminu”.
• Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, Zontaklúbbi Borgarfjarðar:
„Zontaklúbbur Borgarfjarðar og ævintýri Uglanna“.

Happadrættið verður á sínum stað með glæsilegum og veglegum vinningum úr öllum áttum svo sem; ferðaskrifstofunni Mundo, Elding – hvalaskoðun, Kokku, Hótel Húsafelli, Hraunsnefi Sveitahóteli, Gló, Hár-Center, FOK, Skógrækt Vesturlands, Curvy, Dominos, Reykjavík Spa, Lindex, Ianza – hárvörum, Smáprent, @Home, Krósk, SMJ myndir, FlyOver Iceland og Gunnhildur Lind Photography svo aðeins fáeinir séu nefndir.

Ljúffengur matseðillinn frá Galito Bistro samanstendur af:
• Grillaðri kjúklingabringu með villisveppasósu, rótargrænmeti og
gratínkartöflum.
• Kaffi og volgri súkkulaðiköku með vanilluís og jarðaberjum.

Húsið opnar klukkan 18:30 og borðhald hefst 19:30.

Miðaverði er stillt í hóf og er aðeins 5.900 krónur, hægt verður að kaupa sér drykki á barnum. Sala verður á Zontavarningi og er posi á staðnum.

Hvetjum við Zontakonur og þeirra vini til að fjölmenna og njóta skemmtilegrar og fjölbreyttrar kvöldstundar á Skipaskaga.

Zontaklúbbur Borgarfjarðar – Ugla, hóf starfsemi haustið 2012 og varð þar með áttundi Zonta klúbburinn á landinu. Stofnfélagar í klúbbnum voru 21 kona búsettar á Akranesi, Borgarnesi, Hvanneyri, Bifröst og víðar af svæðinu. Allar hafa konurnar ákveðið að leggja sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna um heim allan sem og að vinna að verkefnum sem varða velferðarmál kvenna á heimaslóðum. Zonta systur hittast mánaðarlega frá september fram í maí, 2. þriðjudag í mánuði. Fundartíminn er oftast frá 18.30 – 21.00. Árgjaldið í klúbbinn er 18.000 kr. og er greitt í fjórum hlutum 1. október, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. Mars. Í dag er 12 virkar félags konur í Zontaklúbbnuum Uglunni og markmiðið er að fjölga enn frekar í þessum hópi.