Unnur Tara Jónsdóttir leikmaður KR í körfuknattleik kvenna kom mikið við sögu í furðulegri uppákomu í stórleik KR og Vals á dögunum. Unnur Tara er með sterka Skagatengingu, en hún er fædd á Akranesi árið 1989 og ættbogi hennar á Akranesi er stór.
Unnur Tara var á varamannabekk KR Þegar liðsfélagi hennar fékk höfuðhögg. Unnur Tara er menntuð sem læknir og hennar fyrstu viðbrögð voru að sjálfsögðu þau að bjóða fram aðstoð sína. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Unnur Tara yfirgaf varamannasvæði KR-liðsins til þess að bjóða fram aðstoð sína. Einn af dómurum leiksins leyfði henni ekki að fara inn á völlinn. Og þar að auki gaf dómarinn Unni Töru tæknivillu – sem hafði síðan stór áhrif á lokaúrslit leiksins.
Málið vakti mikla athygli og var dómarinn harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína.
Dómarinn gaf síðan út yfirlýsingu þar sem hann sagði að ákvörðinin hefði ekki verið rétt.
Unnur Tara: Allt þetta mál er fáránlegt
Viðurkennir dómaramistök í leik KR og Vals
Eins og áður segir er Unnur Tara fædd á Akranesi en móðir hennar er Ingibjörg Guðmundsdóttir, fædd á Akranesi árið 1963.
Unnur Tara er af Hvítanesættinni. Amma hennar í móðurætt er Ástríður Þórey Þórðardóttir. Hún er fædd árið 1929 og fagnaði hún 90 ára afmæli sínu þann 3. mars 2019. Guðmundur Magnússon byggingarmeistari var eiginmaður Ástríðar en hann lést árið 2009.