Sýningin Maximus Músikús trítlar í tónlistarskólanum verður sett upp í Tónbergi af nemendum og kennurum Tónlistarskólans á Akranesi ásamt sögumanni og myndasýningu fimmtudaginn 24. október.
Maximus tónlistarmús er sköpunarverk Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins Más Baldurssonar.
Í sýningunni er músin fjöruga stödd í tónlistarskóla og flækist þar á milli og segir frá mismunandi hljóðfærum og tónlist á skemmtilegan hátt.
Þrjár skólasýningar verða á fimmtudag fyrir fimm til sjö ára börn.
Það er einnig opin sýning kl. 17.00 þar sem allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.