Bjarki, Hörður og Stefán valdir í æfingahóp U21 árs landsliðs Íslands


Þrír leikmenn úr röðum ÍA eru í æfingahóp U21 árs landsliðs Íslands sem mun æfa hér á landi fyrir næstu verkefni liðsins. Arnar Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru þjálfarar liðsins. Næstu verkefni U21 árs liðsins eru í nóvember, gegn Ítalíu og Englandi.

Bjarki Steinn Bjarkason kemur inn í hópinn að nýju en Stefán Teitur Þórðarson og Hörður Ingi Gunnarsson eru í hópnum líkt og í undanförnum verkefnum.

Valdimar Þór Ingimundarson leikmaður Fylkis er í hópnum en hann lék með yngri flokkum ÍA á sínum tíma. Faðir hans er Skagamaðurinn Ingimundur Barðason.

Ísland lagði Íra að velli 1-0 fyrir skemmstu í undankeppni EM.

Hópurinn

Brynjar Atli Bragason | Njarðvík
Alex Þór Hauksson | Stjarnan
Ari Leifsson | Fylkir
Ágúst Eðvald Hlynsson | Víkingur R.
Bjarki Steinn Bjarkason | ÍA
Birkir Valur Jónsson | HK
Brynjólfur Darri Willumsson | Breiðablik
Davíð Ingvarsson | Breiðablik
Finnur Tómas Pálmason | KR
Hjalti Sigurðsson | KR
Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA
Jónatan Ingi Jónsson | FH
Júlíus Magnússon | Víkingur R.
Stefán Teitur Þórðarson | ÍA
Torfi Tímoteus Gunnarsson | Fjölnir
Valdimar Þór Ingimundarson | Fylkir
Viktor Örlygur Andrason | Víkingur R.
Þorbergur Þór Steinarsson | Breiðablik
Þórir Jóhann Helgason | FH

Leikirnir sem eru framundan í riðli Íslands: