Logi Mar var í byrjunarliði Íslands gegn Bandaríkjunum


Logi Mar Hjaltested markvörður úr 4. flokki ÍA í knattspyrnu var í byrjunarliði U15 ára landsliðs Íslands gegn Bandaríkjunum í gær.

Leikurinn fór fram í Póllandi þar sem að UEFA stendur fyrir æfingamóti.

Skagamaðurinn Haukur Andri Haraldsson var í leikmannahópnum en kom ekki við sögu í þessum leik – sem endaði með 2-1 sigri bandaríska liðsins.

Jóhannes Kristinn Bjarnason leikmaður úr röðum KR er með mikla Skagatengingu. Hann er sonur Bjarna Guðjónssonar, aðstoðarþjálfara KR, og fyrrum leikmanns ÍA.

Bandaríkin komust yfir á 12. mínútu, en 10 mínútum síðar jafnaði Andri Clausen. Bandaríkin komust aftur yfir á 33. mínútu og þar við sat.

Ísland mætir næst Rússlandi á miðvikudaginn og hefst sá leikur kl. 08:30 að íslenskum tíma.

Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er þjálfari U15 ára liðsins.

Leikmannahópur Íslands er þannig skipaður:

Bjarki Már Ágústsson | Afturelding
Tómas Atli Björgvinsson | Austri
Ágúst Orri Þorsteinsson | Breiðablik
Ásgeir Helgi Orrason | Breiðablik
Rúrik Gunnarsson | Breiðablik
Tumi Fannar Gunnarsson | Breiðablik
Adrian Nana Boateng | FH
Arngrímur Bjartur Guðmundsson | FH
Andri Clausen | FH
Birkir Jakob Jónsson | Fylkir
Heiðar Máni Hermannsson | Fylkir
Tómas Breki Steingrímsson | HK
Þorlákur Breki Þ. Baxter | Höttur
Logi Mar Hjaltested | ÍA
Haukur Andri Haraldsson | ÍA
Baldur Páll Sævarsson | ÍR
Hákon Orri Hauksson | KA
Jóhannes Kristinn Bjarnason | KR
Róbert Quental Árnason | Leiknir R.
Daníel Freyr Kristjánsson | Stjarnan