Derby næsti mótherji ÍA/Kára/Skallagríms ef allt gengur vel í Eistlandi í dag


Sameiginlegt lið ÍA/Kára og Skallagríms leikur í dag síðari leikinn gegn Levadia Tallinn í Unglingadeild UEFA. Leikurinn fer fram í Eistlandi og hefst hann kl. 14:30 að íslenskum tíma.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á fésbókar og Twittersíðu ÍATV – sjá hér fyrir neðan

ÍA / Kári / Skallagrímur vann fyrri leikinn örugglega 4-0 á heimavelli í byrjun október. Ef allt gengur að óskum í síðari leiknum í dag mætir ÍA / Kári / Skallagrímur enska liðinu Derby County í 2. umferð.

Með góðum úrslitum í dag gæti ÍA / Kári / Skallagrímur skrifað nýjan kafla í knattspyrnusögu Íslands – en ekkert íslenskt lið hefur komist í 2. umferð Unglingadeildar UEFA. Breiðablik og KR eru einu liðin sem hafa tekið þátt og féllu þau bæði úr keppni í 1. umferð.

Derby er komið áfram eftir 9-2 samanlagðan sigur gegn Minsk frá Hvíta-Rússlandi, fyrri leikurinn endaði 2-0 fyrir Derby á útivelli en síðari leikurinn fór fram í gær í Derby og endaði hann 7-2 fyrir Derby County.

Hér að neðan má sjá myndband frá æfingu í 2. flokks karla .

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/10/02/myndasyrpa-sjadu-flottu-fognin-i-storsigri-2-flokks-i-uefa-keppninni/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/10/02/glaesilegur-sigur-gegn-levadia-fra-tallinn-i-unglingadeild-uefa/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/10/03/frabaer-samantekt-hja-iatv-sjadu-morkin-gegn-levadia-tallinn/