Gagnaver á Akranesi kynnt sem valkostur fyrir fjárfesta


Formlegur fundur með hugsanlegum fjárfestum um uppbyggingu gagnavers á Akranesi fór fram þann 25. september s.l.

Þetta kom fram í máli Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra á fundi bæjarstjórnar í gær.

Fundurinn fór fram í Frístundamiðstöðinni við golfvöllinn á Akranesi. Alls voru 7 einstaklingar á fundinum frá fimm mismunandi aðilum.

Sævar Freyr sagði að fundurinn hafi verið vel undirbúinn og erlendu gestirnir höfðu mikið gagn af þessari heimsókn. Verkefnið er unnið í samvinnu við Landsvirkjun og áhugi Akraneskaupstaðar er fyrst og fremst að fá fjárfesta sem hafa áhuga á uppbyggingu á hefðbundnum gagnaverum.

Í frétt mbl.is frá því byrjun árs 2018 segir að fjárfestingahópar frá Kína og Þýskalandi hafi sýnt þessu verkefni áhuga.

Horft er til upp­bygg­ing­ar á nýju iðnaðarsvæði Ak­ur­nes­inga, hinu svo­kallaða Flóa­svæði, rétt utan bæj­ar­ins, við af­leggj­ar­ann í átt að Borg­ar­nesi. Hug­mynd­ir um gagna­ver eru ekki nýj­ar af nál­inni á Akra­nesi. Fyr­ir sjö árum lá fyr­ir vilja­yf­ir­lýs­ing við Akra­nes­bæ um slíka upp­bygg­ingu, en ekk­ert varð af þeim áform­um á þeim tíma.