Creditinfo verðlaunaði í gær framúrskarandi fyrirtæki fyrir árangur sinn á rekstrarárinu 2018 en alls eru 874 fyrirtæki á listanum eða 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi.

Alls eru 36 fyrirtæki frá Vesturlandi á listanum 2019 og þar af 15 með aðsetur á Akranesi og nágrenni.
Bjarmar ehf. sem er í eigu bæðranna Ingimars og Bjarka Magnússona er eitt af 69 fyrirtækjum á listanum sem hefur ávallt verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja frá því að listinn var fyrst birtur árið 2010.
Fyrirtækin sem eru framúrskarandi að mati Creditinfo raðast á listann eftir ársniðurstöðu síðasta rekstrarárs. Nokkur stór fyrirtæki detta af listanum í ár vegna taprekstrar á síðastliðnu uppgjörsári, svo sem Icelandair, Alcoa Fjarðaál og Skinney-Þinganes.
Sementsverksmiðjan er í efsta sæti í flokki meðalstórra fyrirtækja á listanum. Fyrirtækin sem eru á Akranesi og eru á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru hér fyrir neðan.
HBH Byggir ehf. er í sæti nr. 604 en fyrirtækið er með verkstæði við Hafnarbraut 8 á Akranesi en höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík.









Akraberg er með heimilisfang á Akranesi en kt. fyrirtækisins er skráð á Ólafsfirði.

HBH Byggir ehf. er í sæti nr. 604 en fyrirtækið er með verkstæði við Hafnarbraut 8 á Akranesi en höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík.








