Dönskukennsla efld í grunnskólunum – danskur kennari kemur til starfa


Danskan verður í hávegum höfð á vorönn 2020 grunnskóla Akraness.

Bæjarráð hefur samþykkt að taka á móti dönsku farkennar sem mun starfa í grunnskólum Akraneskaupstaðar á næstu önn.

Verkefnið er á grundvelli samstarfssamnings mennta- og menningamálaráðuneytanna á Íslandi og í Danmörku.

Laun kennarans eru að fullu greidd af danska ráðuneytinu og til viðbótar greiðir ráðuneytið kr. 100.000 í styrk á mánuði til Akraneskaupstaðar til niðurgreiðslu kostnaðar sem tengist móttöku farkennarans.

Á síðasta fundi bæjarráðs var óskað eftir heimild til að stofna til útgjalda að hámarki kr. 500.000 vegna vorannar skólaársins 2020.

Skóla- og frístundasvið mun annast alla umsýslu vegna komu kennarans.

Tillagan var samþykkt og því ekkert að vanbúnaði að hefja undirbúning vegna komu viðkomandi til Akraness í byrjun næsta árs.