Hlynur við Stillholt 11 er tré ársins 2019 á Akranesi


Kristín Ragnarsdóttir sem býr við Stillholt 11 á Akranesi tók í dag ásamt dóttur sinni Stefaníu Rut Ólafsdóttur við viðurkenningu í flokknum Tré ársins 2019 þegar Umhverfisviðkenningar Akraneskaupstaðar voru afhentar í Bókasafni Akraness.

Tréð sem stóð upp úr að mati dómnefndar er gamall og gróinn hlynur við íbúðarhús Kristínar og Ólafs B. Ármannssonar.

Í tilnefningum sem bárust frá íbúum sagði m.a.

„Gamall, stór og fallegur hlynur i garðinum. Sést vel frá götunni.“
Trén eru í raun tveir einstaklingar, eru sennilega gróðursett á sjötta áratug síðustu aldar og mynda fallega þyrpingu, gefa götumyndinni ákveðinn karakter og sýna að fjölbreyttar tegundir sem eru ekki mikið notaðar þrífast í bænum.

Kristín Ragnarsdóttir, sem býr við Stillholt 11 á Akranesi, tók í dag ásamt dóttur sinni Stefaníu Rut Ólafsdóttur við viðurkenningu í flokknum Tré ársins 2019 þegar Umhverfisviðkenningar Akraneskaupstaðar voru afhentar í Bókasafni Akraness.

Dómnefndina skipuðu þau Helena Guttormsdóttir lektor LbhÍ, Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Ása Katrín Bjarnadóttir Bs. nemi í umhverfisskipulagi.

Nefndin fór í vettvangsferðir í lok sumars/byrjun hausts og tóku út tilnefningar. Þau unnu m.a. með fagurfræði, fjölbreytileika, samtal við almenningsrými, og vöktu í víðum skilningi athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli.