Guðjón Þórðarson náði góðum árangri með knattspyrnulið NSÍ í Færeyjum á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins.
NSÍ endaði í þriðja sæti en Guðjón nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og verður hann ekki þjálfari liðsins áfram.
Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti Valtýs Björns Valtýssonar „Min skoðun“ á fréttavefnum fotbolti.is.

Guðjón sagði í þættinum að hann hafi sótt um landsliðsþjálfarastarf Færeyja en ráðið verður í starfið í nóvember á þessu ári.
Guðjón tók við NSÍ í fyrra en hann hafði ekki verið í starfi sem þjálfari frá árinu 2012.