Það er óhætt að segja að frumraun tónlistarhátíðarinnar HEIMA-SKAGI fari vel af stað. Verkefnið var kynnt til sögunnar þann 8. október s.l. og miðasalan fór strax vel af stað.
„Það er uppselt á HEIMA-SKAGA og það gleður okkur sem stöndum að verkefninu,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson við skagafrettir.is

„Dagskráin er auðvitað frábær og þessi „útfærsla“ á tónleikum er að mínu mati skemmtileg. Í Hafnarfirði hefur sama fólkið komið á HEIMA-tónleikana ár eftir ár,“ bætir Ólafur við og minnir gesti HEIMA-SKAGA á að sækja armböndin sem gildir sem aðgöngumiði á tónlistarhátíðina.
„Það næsta sem er á dagskrá er að tónleikagestir sæki armböndin sem verða afhent í Gamla Kaupfélaginu milli kl. 16-19:30 föstudaginn 1. nóvember. Hátíðin verður síðan sett með formlegum hætti kl. 20.00 í Haraldarhúsi – áður en tónleikar Ragnheiðar Gröndal hefjast,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson.


Nánar um HEIMA-SKAGA hátíðina í fréttasafninu hér fyrir neðan.