Kór Grundaskóla lét í sér heyra á Vökudögum í Bókasafni Akraness


Það er ekki alltaf þögn á Bókasafni Akraness eins og sjá má í myndböndunum sem Skagafréttir tóku í gær.

Kór Grundaskóla bauð til fjölskyldusöngskemmtunar síðdegis í gær og er viðburðurinn hluti Vökudögum Akraness.

Bókasafnið var þétt setið og góð stemning á meðal kórfélaga og gesta.

Kór Grundaskóla er eingöngu skipaður stúlkum og höfðu þær lagt mikla vinnu í búninga og andlitsmálun.

Allt í tilefni Hrekkjavökunnar sem er framundan.

Valgerður Jónsdóttir stýrir kór Grundaskóla og myndböndin hér fyrir neðan segja allt sem segja þarf.

Hér er styttri útgáfan.