Á Akranesi eru fjórir leikskólar, tveir grunnskólar og einn framhaldsskóli. Leikskólarnir eru Akrasel, Garðasel, Teigasel og Vallarsel.
Grunnskólarnir eru Brekkubæjarskóli og Grundaskóli. Framhaldsskólinn er Fjölbrautaskóli Vesturlands.
Þessar stofnanir eru á meðal stærstu vinnustaða Akraneskaupstaðar.
Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan er mikill meirihluti starfsmanna á þessum vinnustöðum konur. Staðreynd sem hefur reyndar legið lengi fyrir.
Hafa ber í huga í þessari samantekt að ekki er tekið tillit til starfshlutfalls.
Heildarfjöldi starfsmanna er því oft hærri en stöðugildin sem eru á hverjum vinnustað.
Aðeins fjórir karlar starfa á leikskólum Akraneskaupstaðar en hlutfall karla er töluvert hærra í Fjölbrautaskóla Vesturlands.