Það var draugalegt um að litast á Byggaðsafninu á Görðum á Akranesi í gær þegar hinn árlegi viðburður Veturnætur fór þar fram.
Allskonar furðuverur voru á kreiki í byggingunni en viðburðurinn er hluti af Vökudögum og sannkölluð „Hrekkjavökustemning“ var til staðar.
Að venju var gríðarlega góð mæting en 1.600 gestir þorðu að mæta á svæðið og upplifa „hryllinginn“.