Myndasyrpa: HEIMA-SKAGI 2019 sló í gegn


Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI fór fram í gær á Akranesi.

Þetta var í fyrsta sinn sem hátíðin fór fram og komust færri að en vildu á HEIMA-SKAGA hátlðina.

Óhætt er að segja að Skagamenn og aðrir gestir hafi kunnað að meta það sem boðið var upp á. Hús gestgjafa hátíðarinnar voru þéttsetinn og frábærir listamenn buðu upp á stórkostleg tónlistaratriði.

Skagafréttir voru á röltinu á neðri-Skaganum í gærkvöld og hér fyrir neðan er myndasyrpa sem segir alla söguna – eða svona næstum því.

Á næstu dögum verða myndbönd frá tónlistarhátíðinni HEIMA-SKAGA birt hér á skagafrettir.is