„The Creak on the Stairs“ – Marrið í stiganum kemur út í enskri útgáfu


Glæpaskáldsagan Marrið í stig­an­um eftir Skagkonuna Evu Björg Ægis­dótt­ur kemur út næsta vor í enskri útgáfu. Bókin heitir „The Creak on the Stairs“ í þýðingu Victoriu Cribb og útgefandinn Or­enda Books.

Bæk­ur eft­ir ís­lenska höf­unda ferðast víða um heim­inn og eru þýdd­ar á æ fleiri tungu­mál, en þau eru nú orðin um fimm­tíu tals­ins. Þýðing­um hef­ur fjölgað veru­lega og hafa þre­fald­ast á síðustu tíu árum.

Sem dæmi má nefna að hátt í fjöru­tíu bæk­ur eru ný­komn­ar út eða vænt­an­leg­ar á enskri tungu, í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um,

Flest­ar þess­ara bóka hafa hlotið þýðinga­styrk Miðstöðvar ís­lenskra bók­mennta, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Miðstöð ís­lenskra bók­mennta.

 Skáld­sög­ur

  • Ung­frú Ísland (e. Miss Ice­land) & Ör (e. Hotel Si­lence) eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur í þýðingu Bri­an FitzGib­b­on, út­gef­end­ur eru Pus­hk­in Press í Bretlandi og Grove Atlantic í Banda­ríkj­un­um.
  • CoDex 1962 eft­ir Sjón í þýðingu Victoriu Cribb, út­gef­end­ur Sceptre í Bretlandi og FSG í Banda­ríkj­un­um.
  • Sum­ar­ljós og svo kem­ur nótt­in (e. Sum­mer Lig­ht, and Then Comes the Nig­ht) & Eitt­hvað á stærð við al­heim­inn (e. About the Size of the Uni­verse) eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son í þýðingu Phil­ip Roug­ht­on. Útgef­andi Qu­ercus Books/​Mac­Lehose Press.
  • Storm­fugl­ar (e. Stormbirds) eft­ir Ein­ar Kára­son í þýðingu Phil­ip Roug­ht­on, út­gef­andi Mac­Lehose Press.
  • Elín, ým­is­legt (e. A Fist or a Heart) eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur í þýðingu Larissu Kyzer, út­gef­andi er Amazon Cross­ing.
  • Kon­an við 1000° (e. Wom­an at 1000 Degrees) eft­ir Hall­grím Helga­son í þýðingu Bri­an FitzGib­b­on, út­gef­andi er Al­gonquin Books.
  • Kvika (e. Magma) eft­ir Þóru Hjör­leifs­dótt­ur. Þýðandi er Meg­an A. Matich, út­gef­andi er Pica­dos í Bretlandi og Grove Atlantic/​Black Cat í Banda­ríkj­un­um.
  • Smar­tís (e. Smarties) eft­ir Gerði Krist­nýju Guðjóns­dótt­ur í út­gáfu The Emma Press.
  • Mörk – saga mömmu (e. And the Sw­ans Beg­an to Sing) eft­ir Þóru Karítas Árna­dótt­ur, þýðend­ur eru Áslaug Torfa­dótt­ir og Helen Priscilla Matt­hews og út­gef­andi er Wild Pressed Books.
  • Stóri skjálfti (e. Af­ters­hock) eft­ir Auði Jóns­dótt­ur í þýðingu Meg­an A. Matich, út­gef­andi er Dott­ir Press.
  • Val­eyr­ar­vals­inn (e. And the Wind Sees All) eft­ir Guðmund Andra Thors­son í þýðingu Bjarg­ar Árna­dótt­ur og Andrew Caut­hery. Útgef­andi er Peirene Press.
  • Kompa (e. That Little Dark Room) eft­ir Sigrúnu Páls­dótt­ur í þýðingu Lytt­on Smith, út­gef­andi er Open Letter.
  • Sögumaður (e. Narrator) eft­ir Braga Ólafs­son í þýðingu Lytt­on Smith, út­gef­andi er Open Letter.
  • Öræfi eft­ir Ófeig Sig­urðsson í þýðingu Lytt­on Smith, út­gef­andi er Deep Vell­um.
  • Að heim­an eft­ir Arng­unni Árna­dótt­ur, þýðandi Kara Bill­ey Thor­d­ar­son og út­gef­andi Part­us Press.
  • Milli­lend­ing eft­ir Jón­as Reyni Gunn­ars­son í þýðingu Völu Thorodds, út­gef­andi er Part­us Press.

 Glæpa­sög­ur

  • Skugga­sund (e. The Shadow District) & Þýska húsið (e. The Shadow Killer) eft­ir Arn­ald Indriðason. Þýðandi er Victoria Cribb og út­gef­end­ur WF Howes í Bretlandi og Thom­as Dunne í Banda­ríkj­un­um.
  • Gatið (e. The Hole) & Brúðan (e. The Doll) eft­ir Yrsu Sig­urðardótt­ur í þýðingu Victoriu Cribb og út­gáfu Hodder & Stoug­ht­on.
  • Búrið (e. Cage) & Svik (e. Betrayal) eft­ir Lilju Sig­urðardótt­ur í þýðingu Qu­ent­in Bates, út­gef­andi er Or­enda Books.
  • Dimma (e. Dark­ness) & Drungi (e. The Is­land) eft­ir Ragn­ar Jónas­son í þýðingu Qu­ent­in Bates, út­gef­andi er St. Mart­in’s Press.
  • Marrið í stig­an­um (e. The Creak on the Stairs) eft­ir Evu Björg Ægis­dótt­ur í þýðingu Qu­ent­in Bates, út­gef­andi er Or­enda Books.
  • Svartigald­ur (e. Black Magic) eft­ir Stefán Mána í út­gáfu Amazon Cross­ing.

 Ljóð

  • Drápa (e. Drápa) & Sálu­messa (e. Requiem) eft­ir Gerði Krist­nýju Guðjóns­dótt­ur í þýðingu Rory McT­urk. Útgef­andi er ARC Pu­blicati­on.
  • Safn ljóða; Waitress in Fall eft­ir Krist­ínu Ómars­dótt­ur í þýðingu Völu Thorodds og út­gefið af Carca­net.

 Barna – og ung­menna­bæk­ur

  • Tímak­ist­an (e. The Ca­sket of Time) eft­ir Andra Snæ Magna­son, í þýðingu Bjarg­ar Árna­dótt­ur og Andrew Caut­hery, út­gef­andi Rest­less Books.
  • Heida-fjalldala­bond­inn-a-ensku­Bæk­ur al­menns efn­is
  • Um tím­ann og vatnið (e. On Time and Water) eft­ir Andra Snæ Magna­son, þýðandi er Lytt­on Smith og út­gef­andi Open Letter.
  • Heiða, fjalldala­bónd­inn (e. Heida: A Shepherd at the Edge of the World) eft­ir Stein­unni Sig­urðardótt­ur í þýðingu Phil­ip Roug­ht­on. Útgef­andi er John Murray.
  • Sag­an af Guðrúnu Ket­ils­dótt­ur eft­ir Guðnýju Hall­gríms­dótt­ur. Þýðandi er Anna Ya­tes og út­gef­andi Rout­led­ge, Tayl­or & Franc­is Group.