Jóna Alla nálgast toppsætið á vinsældarlista Rásar 2


Jóna Alla Axelsdóttir, söngkona frá Akranesi, nálgast toppsætið á vinsældarlista Rásar 2. Lagið heitir „Svo birti aftur til.“

Héðinn Svavarsson samdi lagið, textann gerði Ólafur Heiðar Harðarson en þeir vinna saman undir nafninu Two Spirits Music.

Vinsældarlisti Rásar 2.

Lagið fjallar um gosnóttina örlagaríku í Vestmannaeyjum. Atburðarás næturinnar er líst ásamt þeirri von og trú fólksins að endurheimta samfélag sitt að nýju. „það má lika segja að textinn fjalli almennt um vonir og ástir í brjósti sérhvers manns. Þessi lagasmíð mín er smá þakklætisvottur til æskustöðvanna og ekki síst fólksins sem sneri aftur og reisti við samfélagið i Eyjum eftir gos,“ segir Héðinn í viðtal við Eyjafréttir.

Two Spirits Music er lagahöfundateymi sem varð til fyrir um hálfu ári síðan og hefur samið yfir 20 lög.

Texti: Ólafur Heiðar Harðarson
Lag: Héðinn Svavarsson
Söngur: Jóna Alla
Útsetning: Snorri Snorrason
Gítar: Pétur Valgarð Pétursson