Naumt tap gegn Englandsmeistaraliði Derby County


Íslandsmeistaralið ÍA/Kára/Skallagríms tapaði naumlega 2-1 gegn enska liðinu Derby County í Unglingadeild UEFA í kvöld.

Þetta var fyrri viðureignin í 2. umferð keppninnar. Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Derby County miðvikudaginn 27. nóvember.

Derby County komst í 2-0 fyrri hálfleik með mörkum á 16. og 39. mínútu. Fyrst skoraði Festy Ebosele og Jack Stretton skoraði annað mark gestaliðsins.

Aron Snær Ingason, sem kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks skoraði fyrir ÍA á 72. mínútu.