Ásdís Halla í áhugaverðu viðtali í Sjónvarpi Símans


Ásdís Halla Bragadóttir, sem var búsett á Akranesi um langan tíma sem barn og unglingur, er í áhugaverðu viðtali hjá sjónvarpsmanninum Loga Eiðssyni.

Í þættinum í „Logi í beinni“ sem sýndur er á Sjónvarp Símans segir Ásdís Halla m.a. frá óskemmtilegri reynslu sem hún varð fyrir þegar hún kom til Íslands með flugi. Á þeim tíma starfaði Ásdís Halla sem blaðamaður á Morgunblaðinu.Ásdís Halla hefur vakið mikla athygli á undanförnum misserum fyrir bækur sem hún hefur skrifað.

Tvísaga, fjölskyldusaga Ásdísar Höllu Bragadóttur er í meira lagi dramtísk. Í bókinni segir frá ungri, einstæðri móður í Höfðaborginni í baráttu við barnaverndarnefnd, bræðrum sem sendir eru í fóstur á Silungapoll og bíða þess aldrei bætur. Við sögu koma líka unglingsstúlka sem smyglar læknadópi inn á Litla Hraun, menn sem hún heldur að séu feður hennar, amma og stjúpafi sem búa í torfkofa uppi á Hellisheiði, berfætt telpa sem stendur ein undir vegg í snjó og myrkri og kona sem verður tvísaga.

Ásdís Halla hélt síðan áfram að rekja flókna fjöl­skyldu­sögu sína í bók­inni Horn­auga sem kom út í fyrra. Í bók­inni kem­ur fram að Ásdís Halla og hálf­bróðir henn­ar felldu hugi sam­an eft­ir að skyld­leiki þeirra hafði verið staðfest­ur með DNA-prófi.

Nánar um þá bók hér.