Brynhildur fékk silfur í 400 metra skriðsundi á ÍM 25


Brynhildur Traustadóttir landaði silfurverðlaunu í 400 metra skriðsundi á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallalaug. Skagakonan sterka synti vegalengdina á 4.22.43 og bætti árangur sinn um eina sekúndu.

Í 100 m. fjórsundi bætti Ragnheiður Karen Ólafsdóttir tímann sinn og kom í mark á 1.09.28 mín sem skilaði henni í 5. sæti.

Guðbjörg Bjartey bætti einnig tímann sinn og hafnaði i 6. sæti á 1.09.38. mín. Báðar bættu þær tímann sinn um rúmlega 2 sekúndur.

Í 400m skriðsundi

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir bætti tímann sinn í 400 metra skriðsundi um 4 sekúndur þegar hún kom í mark á tímanum 4.50.15.

Í 400m skriðsundi bætti Enrique Snær sig um 6 sek, og endaði hann i 6. sæti á timanum 4.13.93 og Sindri Andreas Bjarnason var í 7. sæti á 4.14.42 sem er 5 sek. bæting.

Atli Vikar Ingimundarson endaði í sjötta sæti 100 m flugsundi. Sindri Andreas synti 100m flugsund á 1.01.66 sem var bæting um 2 sekúndur.

Í 100m bringusundi bætti Enrique sig um 0,3 sek. og fór á 1.12.51. Guðbjörg Bjartey varð i 8. sæti i 200m bringusundi á 2.51.05 aðeins á eftir sínum besta tíma.

Allar þrjár stelpunar sem syntu 50m skriðsund bættu sig , Brynhildur á timanum 27.59. Ragnheiður á 28.23 og Ingibjörg 29.75. Sindri Andreas var i 6. sæti í 50m skriðsundi á tímanum 25.00 bæting um 1,5 sek. Atli Vikar synti á 25.44 aðeins eftir sínum besta tima.

Boðsund :

4x200m konur 5. sæti (Brynhildur, Ingibjörg, Bjartey, Ragnheiður)
4x200m strákar 7. sæti (Enrique Snær, Atli Vikar, Sindri Andreas, Guðbjarni)

4×50 fjórsund blandað 8. sæti (Sindri Andreas, Ragnheiður, Atli Vikar, Brynhildur.