Fjallað um „draugahúsið“ á Byggðasafninu í þættinum „Að Vestan“ á N4


Auður Líndal og Sigríður Lína eru í aðalhlutverki í innslagi í þættinum Að Vestan sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni N4.

Þær eru hönnuðirnir á bak við draugahúsið í Byggðasafninu á Akranesi sem er sett upp árlega í tengslum við hátíðina Vetrarnætur.

Hátíðin er upprunalega norræn og keltnesk í hina áttina og hin ameríska Halloween er svo undir áhrifum frá henni segja Auður og Sigríður.

Það er óhætt að segja að atriði í þessu innslagi eru ekki fyrir mjög viðkvæma!