Ísak skoraði og Jón Gísli í byrjunarliðinu í 5-2 sigri Íslands gegn Grikkjum


Ísak Bergmann Jóhannesson og Jón Gísli Eyland Gíslason voru báðir í byrjunarliði U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu í dag þegar liðið sigraði Grikki í undankeppni EM.

Ísak Bergmann, sem leikur með Norrköping í Svíþjóð, skoraði eitt marka Íslands í dag og Jón Gísli, sem leikur ÍA, lagði upp markið hjá fyrrum félaga sinn úr ÍA. Jón Gísli var í vörn Íslands í 5-2 sigri gegn Grikkjum.

Þetta var annar leikur U-19 ára landsliðs karla í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-0 gegn Belgíu í fyrsta leiknum. Ísak Bergmann og Jón Gísli voru báðir í byrjunarliðinu í þeim leik.

Næsti leikur Íslands í þessum riðli er gegn Albaníu á þriðjudaginn.