Arnór lét að sér kveða í 2-1 sigri Íslands gegn Moldóvu


Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði A-landsliðs karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið sigraði Moldóvu á útivelli 2-1 í undankeppni EM.

Arnór, sem leikur sem atvinnumaður hjá rússneska liðinu CSKA í Moskvu kom mikið við sögu í leiknum. Hann lék sem hægri kantmaður og stóð vel fyrir sínu.

Ísland fékk m.a. vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem brotið var á hinum tvítuga Skagamanni.

Hér fyrir neðan er viðtal við Arnór sem birt var á visir.is

Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark leiksins og kom Íslandi í 1-0. Heimamenn jöfnuðu metin en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað mark Íslands sem reyndist vera sigurmarkið.

Gylfi Þór tók einnig vítaspyrnuna sem dæmd var eftir að brotið var á Arnóri. Markvörður Moldóvu varð spyrnu fyrirliðans með glæsilegum hætti.

Ísland leik­ur í um­spili um sæti á EM 2020 í loka­keppn­inni í mars.

Lokastaðan í riðlin­um:

Frakk­land 25
Tyrk­land 23
Ísland 19
Alban­ía 13
Andorra 4
Moldóva 3