„Ég var einu sinni mjög lítið og feimið blóm sem kom ekki upp orði fyrir framan fólk“


Ég hef unnið hart að því í gegnum tíðina að ýta sjálfri mér út fyrir þægindarammann. Leiklist er einn hluti af því, ég var líka að reyna fyrir mér með grín og uppistand. Ég var einu sinni mjög lítið og feimið blóm. Ég kom ekki upp orði fyrir framan fólk. Samt sem áður var sú tilfinning alltaf til staðar hjá mér að vilja vera í sviðsljósinu. Það má því segja að ég sé feiminn athyglissjúklingur,“ segir Lára Magnúsdóttir sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í Litlu Hryllingsbúðinni sem Skagaleikflokkurinn sýnir í Bíóhöllinni fyrir fullu húsi um þessar mundir.

Auður er persónan sem Lára leikur í sýningunni en hún viðurkennir að hafa aldrei séð uppfærslu á Littlu Hryllingsbúðinni á sviði sem áhorfandi. Ég hef ekki séð neina af þessum uppfærslum sem hafa verið settar upp hér á Íslandi. En ég sá myndina fyrir mjög löngu síðan og þekkti söguna aðeins.“

En hvernig kom það til að Lára ákvað að vera ein af liðsmönnum Skagaleikflokksins?

„Ég frétti að Skagaleikflokkurinn ætlaði að setja upp Litlu Hryllingsbúðina og ég sá síðan auglýsingu um að flokkurinn væri með prufur fyrir þetta verk. Ég ætlaði nú ekkert að fara strax en ég ákvað skottast út í næsta hús og prófa. Og það endaði með því að ég er í þessu hlutverki,“

Söngur og leikur Láru vakti athygli margra á frumsýningunni en hver er Lára Magnúsdóttir?

„Ég er fædd árið 1990 og er ekki með ættartengsl á Akranes. Ég flutti á fræa Bolungarvík á Akranes þegar ég var 11 ára. Ég hef búið af og til á Akranesi frá þeim tíma og á síðustu tveimur árum hef ég búið á Akranesi. Ég er móðir, unnusta og leikkona. Ég starfa sem stendur í sjálfstæðri búseti fyrir fatlað fólk, er einnig leiðsögumaður í Norðurljósaferðum og tek að mér allskonar verkefni sem tengjast leiklist. Ég hef lengi haft áhuga á leiklist. Ég útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar frá leiklistarbraut. Síðan fór ég í leikaranám í Kaupmannahöfn í Danmörku, (Cobenhagen International School of performing art). Ég fór eftir það á Leikarabrautina í Kvikmyndaskóla Íslands. Og í gegnum allt þetta nám var söngtækni áfangi. Á undan því var ég að taka þátt í uppsettningum í skólaleikritum, í Fjölbrautastkólanum, bæði hér á Akranesi og í FG.

Frá sýningu Skagaleikflokksins á Litlu Hryllingbsúðinni. Mynd/Gunnar Viðarsson.

Hvernig gengu æfingarnar og hvað hefur staðið uppúr?

„Æfingarnar gengu vel, það fór allt mjög rólega af stað, og mikið púsl, því þetta er ekkert smá verkefni sem er verið að takast á við! En það sem stóð uppúr var hvað það var fallegt að sjá alla karakterana vaxa og skerpast. Og hvað fólk fór að fatta mikið af nýjum hlutum á lokasprettinum!

Frumsýning gekk vel að sögn Láru og upplifunin fyrir hana var mögnuð. „Þegar sýningin var búin var mikið spennufall í hópnu, góð orka í salnum og á sviðinu og þetta heppnaðist rosalega vel. Stressið sem var til staðar í byrjun varð svo bara þakklátur orkugjafi sem fleytti manni í gegnum restina af sýningunni.

Hvað langar þig að gera með hæfileika þína í framtíðinni eftir þetta dæmi?

„Ég væri til í að leika meira á sviði, og jafnvel syngja. Ég hugsa að ég muni gera það. Þetta verkefni hefur gefið mér mjög mikið spark í rassinn. En það væri draumur að geta gert sem mest af þessu bara,“ segir Lára Magnúsdóttir.

Frá sýningu Skagaleikflokksins á Litlu Hryllingbsúðinni. Mynd/Gunnar Viðarsson.
Frá sýningu Skagaleikflokksins á Litlu Hryllingbsúðinni. Mynd/Gunnar Viðarsson.
Frá sýningu Skagaleikflokksins á Litlu Hryllingbsúðinni. Mynd/Gunnar Viðarsson.
Frá sýningu Skagaleikflokksins á Litlu Hryllingbsúðinni. Mynd/Gunnar Viðarsson.
Frá sýningu Skagaleikflokksins á Litlu Hryllingbsúðinni. Mynd/Gunnar Viðarsson.
Frá sýningu Skagaleikflokksins á Litlu Hryllingbsúðinni. Mynd/Gunnar Viðarsson.