Gullverðlaun hjá öflugu fimleikaliði ÍA á Haustmóti FSÍ


Fimleikastarfið hjá ÍA er blómlegt og er félagið nú það fjölmennasta í röðum ÍA.

Iðkendur og þjálfarar Fimleikafélagsins leggja hart að sér við æfingar þrátt fyrir erfiðar aðstæður – og eftirvæntingin er mikil eftir nýju fimleikahúsi sem verður tilbúið á árinu 2020.

Um helgina náðu ungir keppendur úr fjölmennu liði ÍA góðum árangri á Haustmóti Fimleikasambandsins.

Alls tóku 23 félög þátt og voru tæplega 50 keppendur frá ÍA.

4. flokkur ÍA gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum flokki.

Árangur fjögurra liða ÍA á mótinu var eftirfarandi:

1. sæti: ÍA 1 – 41,810 stig.
10. sæti: ÍA 2 – 33,940 stig.
17. sæti: ÍA 3 – 35,830 stig.
22. sæti: ÍA 4 – 21,105 stig.