Landsliðsmaður í körfubolta á lánssamning til ÍA


Ungur og efnilegur landsliðsmaður úr röðum Stjörnunnar úr Garðabæ mun leika með liði ÍA í 2. deildinni á næstunni.

Gengið hefur verið frá venslasamningi á milli Stjörnunnar og ÍA að Friðrik Anton Jónsson leiki með Skagamönnum.

Friðrik sem er fæddur árið 2002 kom inní meistaraflokkshóp Stjörnunnar fyrir þetta tímabil.

Friðrik hefur verið fastamaður í yngri landsliðum íslands og lék stórt hlutverk í U18 á yngra ári í sumar.

Friðrik hittir fyrir hjá ÍA liðsfélaga sinn úr Stjörnunni og landsliðinu Ingimund Orra Jóhannsson sem einnig er á venslasamning hjá ÍA.

Ingimundur Orri hefur leikið vel með ÍA og verið einn stigahæsti leikmaður liðsins.

Næsti leikur ÍA er gegn KR-b á útivelli. ÍA hefur leikið átta leiki á tímabilinu í 2. deildinni, unnið tvo leiki en tapað sex. Liðið er sem stendur í 9. sæti.