Öll börn á Akranesi fá endurskinsmerki frá ÍA og Akraneskaupstað


Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að veita 500.000 kr. í samstarfsverkefnis við Íþróttabandalag Akraness (ÍA).

Verkefnið felst í sameiginlegum kaupum á endurskinsmerkjum sem gefin verða til allra barna á Akranesi.

Heildarkostnaður verkefnisins er 1 mkr. sem skiptist á milli Akraneskaupstaðar og ÍA.

Endurskinsmerkin verða merkt Akraneskaupstað og ÍA.