Runólfur Hallfreðsson ehf. greiðir hæstu launin á landinu að meðaltali


Það gengur vel í útgerðinni hjá Runólfi Hallfreðssyni ehf. sem gerir út Bjarna Ólafsson AK 70.

Samkvæmt lista sem birtur er í bókinni 300 stærstu fyrirtæki landsins, sem kom út í gær, eru starfsmenn Runólfs Hallfreðssonar ehf. með hæstu laun á landinu að meðaltali. Mannlíf greindi fyrst frá á vef sínum.

Í listanum í bókinni eru fyrirtæki sem eru með 10 eða færri starfsmenn ekki talin með.

Meðalmánaðarlaun eru innan sviga

  1. Runólfur Hallfreðsson ehf. (2.084.809 kr.) eða 25,1 millj. kr. í árslaun að meðaltali.
    12 starfsmenn að meðaltali.
  2. Gamma Capital Management hf. (2.050.231 kr.)
    22 starfsmenn að meðaltali.
  3. Stefnir hf. (1.861.242 kr.)
    21 starfsmaður að meðaltali.
  4. Landsbréf hf. (1.763.732 kr.)
    19 starfsmenn að meðaltali.
  5. Bergur-Huginn ehf. (1.707.584 kr.)
    36 starfsmenn að meðaltali.
  6. Íslandssjóðir hf. (1.704.167 kr.)
    20 starfsmenn að meðaltali.
  7. Stakkholt ehf. (1.629.812 kr.)
    10 starfsmenn að meðaltali.
  8. Bacco Seaproducts ehf. (1.593.945 kr.)
    11 starfsmenn að meðaltali.
  9. Kvika banki hf. (1.570.167 kr.)
    110 starfsmenn að meðaltali.
  10. Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. (1.539.139 kr.)
    170 starfsmenn að meðaltali.
  11. Reitir fasteignafélag hf. (1.404.762 kr.)
    20 starfsmenn að meðaltali.