Piparkökuhúsin vakna til lífsins hjá listamönnum í Kallabakarí


Það hefur ríkt róleg og góð jólastemning síðdegis í Kallabakarí undanfarna daga.

Þar hafa fjölskyldur mætt til þess að skreyta piparkökuhús og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið stórkostlegar.

Færri komust að en vildu á fyrstu tvo viðburðina og af þeim sökum verður eitt slíkt skreytingarsíðdegi í boði miðvikudaginn 4. desember.

Piparkökuhúsin er skreytt á tímabilinu 17-18. Heitt kakó og allskonar jólakræsingar eru á tilboðsverði á meðan skreytingin fer fram.

Piparkökuhúsin kosta 1.800 kr. og innifalið er það sem til þarf í skreytingarnar, sælgæti og glassúr. Ef fjölskyldan þarf að stækka við sig á piparkökuhúsamarkaðinum og bæta við húsum kosta þau, 1.200 kr.

Nánar um viðburðinn hér.