Hlini tekur við af Tjörva á skrifstofu KFÍA


Hlini Baldursson mun hefja störf hjá Knattspyrnufélagi ÍA í byrjun næsta árs.

Hlini verður skrifstofu- og verkefnastjóri hjá KFÍA. Þetta kemur fram á vef KFÍA.

Hann tekur við af Tjörva Guðjónssyni, sem hefur verið í þessu starfi frá því í febrúar 2018.

Hlini hefur á undanförnum áru starfað sem viðskiptastjóri í Tengi. Hann er með mikla reynslu í sölustörfum.

Hlini þekkir innviði KFÍA afar vel. Hann hefur lengi verið í hlutverki liðsstjóra og verið „yfirreddari“ hjá mfl. karla í mörg ár.