Afmælisdrengurinn Viktor tendraði jólaljósin á Akratorgi


Viktor Óttar Guðmundsson, fimm ára gamall Skagamaður, fékk þann heiður að tendra jólaljósin á Akratorgi s.l. laugardag að viðstöddu fjölmenni.

Þetta var einnig afmælisdagur Viktors Óttars. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar.

Skólakór skipaður yngri nemendum Grundaskóla flutti nokkra jólasöngva en kórstjórinn er Valgerður Jónsdóttir.

Jólatréð sem prýðir Akratorg næstu vikurnar kemur úr landi Stóru-Fellsaxlar – sem er norðan megin við Akrafjallið.

Jólatréið sem prýðir torgið í ár var gróðursett í landi Stóru-Fellsaxlar norðan megin við Akrafjall.

Nánar á vef Akraneskaupstaðar.