Brynhildur náði góðum árangri á NM í Færeyjum


Sundkonan Brynhildur Traustadóttir heldur áfram að bæta afrek sín í sundlauginni. Skagakonan keppti á Norðurlandameistaramótinu sem fram fór í Færeyjum um s.l. helgi.

Þar bætti Brynhildur árangur sinn í 800 metra skriðsundi og var hún nálægt því að komast á verðlaunapall – en hún endaði í fjórða sæti.

Á undanförnum vikum hefur Brynhildur bætt árangur sinn í þessari grein á alls þremur mótum í röð. Hún kom í mark á tímanum 9:09,37 mín.

Hún keppti einnig í 400 metra skriðsundi og var nálægt sínum besta tíma. Þar kom hún í mark á 4:24,33 mín sem skilaði henni í 7. sæti.

Skriðsund er aðalgrein Brynhildar og hún synti einnig 200 metra skriðsund og var nálægt sínum besta tíma. Brynhildur endaði í 7. sæti í þeirri grein.