Guðlaugin fékk frábæra kynningu í „Að Vestan“ á sjónvarpsstöðinni N4


Guðlaug við Langasand hefur á undanförnum mánuðum slegið í gegn hjá íbúum á Akranesi og ferðafólki. Yfir 30.000 einstaklingar hafa komið i Guðlaugina frá því hún opnaði með formlegum hætti.

Hlédís Sveinsdóttir og Heiðar Mar Björnsson eru með áhugavert innslag um Guðlaugina, Langasand og sjósund í nýjasta þættinum „Að Vestan“ sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni N4.

Þar er rætt við Sædísi Alexíu Sigmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Akraneskaupstað. Í viðtalinu kemur m.a. fram að meiri uppbygging sem tengist heilsu og útiveru sé í kortunum á þessu svæði.

Einnig eru félagar í Sjóbaðsfélagi Akraness í viðtali eftir hressandi sundsprett í sjónum í frábæru vetrarveðri.