Akraneskaupstaður stefnir á að selja nokkrar vel þekktar fasteignir úr safni sínu


Skipulags- og umhverfisráð Akraness leggur til við bæjarráð að hafin verði vinna við undirbúning á sölu á nokkrum vel þekktum fasteignum sem eru í eigu Akraneskaupstaðar.

Verðmat á þessum fasteignum verður gert á næstunni og að því loknu fara þær á söluskrá.

Á meðal þessar fasteigna er gamla Landsbankahúsið við Akratorg, Kirkjuhvol sem var áður prestsetur á Akranesi en er í dag rekið sem gistiheimili. Stefnt er að því að „höfuðstöðvar“ Lopapeysballsins á Írskum dögum verða einnig seldar.

Suðurgata 108, sem hefur hýst ýmsa starfssemi, verður einnig sett á söluskrá ef áformin ganga eftir. Einnig einbýlishús við Merkigerði 12.

Suðurgata 108.
Gamla Landsbankahúsið við Akratorg..
Merkigerði 12.
Kirkjuhvol við Merkigerði 7.
Faxabraut 10, sem áður var efnisgeymsla Sementsverksmiðjunnar.