Hestmannafélagið Snæfellingur stóð á dögunum fyrir árshátíð hjá hestamönnum á Vesturlandi. Hátíðin fór fram á Fosshóteli í Stykkishólmi.
Á hátíðinni veitti Hrossaræktunarsamband Vesturlands verðlaun fyrir hrossarækt á árinu 2019.
Lesa má meira um hátíðina á vef hallkelsstadahlid.is
Hjónin Sigurveig Stefánsdóttir og Jón Árnason, sem eiga hrossaræktunarbúið Skipaskaga eru sigurvegarar ársins í þessum flokki.
Tamningamaður á búinu er Leifur Gunnarsson.
Jón og Sigurveig hafa á undanförnum árum byggt upp hrossræktarbúið Skipaskaga við sveitabæinn Litlu-Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit.
Skipaskagi er í fremstu röð á sviði hrossaræktar og var búið tilnefnt til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins 2019.
Eins og sjá má í fréttinni hér fyrir neðan.