Máni Berg keppir fyrir Ísland á EM U15 ára í Frakklandi


Skagamaðurinn Máni Berg Ellertsson keppir fyrir Ísland á Evrópumeistaramótinu í flokki 15 ára og yngri í badminton á næsta ári.

EM U15 ára fer fram um miðjan febrúar 2020 í Liévin í Frakklandi.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen aðstoðarlandsliðsþjálfari / afreksstjóri völdu fjóra leikmenn til þess að taka þátt í þessu verkefni.

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH
Lilja Bu TBR
Einar Óli Guðbjörnsson TBR
Máni Berg Ellertsson, ÍA

Mótið er fyrir leikmenn sem eru fæddir á árinu 2006 eða síðar.

Tinna landsliðsþjálfari er með sterka Skagatengingu en foreldrar hennar eru bæði fædd á Akranesi, Helgi Magnússon íþróttakennari og Arna Arnórsdóttir leikskólakennari.