Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, komst í gegnum niðurskurðinn á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar.
Þetta kemur fram á vef Golfsambands Íslands, golf.is.

Lokamót tímabilsins á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki fer fram 5.-8. desember í Kenía en það mót er jafnframt 16. mótið hjá Valdísi Þóru á þessu tímabili.
Valdís Þóra er í 57. sæti þegar keppni er hálfnuð í Kenía. Hún er á +6 samtals (76-74) en niðurskurðurinn var við +7.

Skorið er uppfært hér á lokamótinu á LET Evrópumótaröðinni.
Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 9 mótum af alls 16. Besti árangur hennar er 5. sætið á þessu tímabili.
Valdís Þóra er sem stendur í 71. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún er í harðri baráttu um að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni en 70 efstu sætin tryggja öruggt sæti á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.
Lokamótið er því mikilvægt fyrir Valdísi Þóru hvað stöðu hennar á stigalistanum varðar.
Árangur Valdísar á LET á þessu ári er hér fyrir neðan.
