Kiddi Jens fékk góðan stuðning frá Club 71 á árlegum jólafundi félagsins


Félagsskapurinn Club 71 hefur á undanförnum árum látið gott af sér leið með ýmsum hætti. Þorrablót Skagamanna stendur þar hæst ásamt sjálfum Brekkusöngnum á Írskum dögum.

Club 71 hélt sinn árlega jólafund nýverið þar sem að Skagakonan Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttir ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, var heiðursgestur.

Við þetta tækifæri afhenti klúbburinn smávægilegan styrk til hins heiðursgestsins, Kristins Jens Kristinssonar (Kidda), Skagamanns sem hefur undarfarið barist við illvíg og þrálát veikindi.