Áhugaljósmyndarinn Birkir Pétursson er með áhugaverða ljósmyndasýningu í Akranesvita.
Þar eru 14 ljósmyndir til sýnis og sölu. Skagafréttir tóku Birki tali í Akranesvitanum laugardaginn 7. desember 2019 – þar sem hann sagði áhugaverðar og skemmtilegar sögur af nokkrum mynda sinna.
Ljósmyndasýningin er opin á sama tíma og Akranesvitinn er opinn. Óskum Birki til hamingju með sýninguna og hvetjum Skagamenn nær og fjær að kíkja á sýninguna.