Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, endaði í 50. sæti á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar. Þetta kemur fram á golf.is.
Hún lék hringina fjóra á +8 samtals (76-74-69-77).
Valdís Þóra endaði þar með í 71. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar.
Hún var aðeins einu sæti frá því að tryggja sér 100% þátttökurétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.
Valdís Þóra getur lagað stöðu sína með því að taka þátt á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina sem fram fer í janúar – en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hún velji að fara þá leið.
Niðurstaðan er eins og áður segir 71. sætið og það þýðir að Valdís Þóra er með tamarkaðan keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Samt sem áður er allar líkur á því að Valdís Þóra komist inn á flest mótin á LET Evrópumótaröðinni þar sem hún endaði í 71. sæti stigalistans 2019.
Mótið fór fram í Kenía í Afríku og var það 16. mótið hjá Valdísi Þóru á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.
Skorið er uppfært hér á lokamótinu á LET Evrópumótaröðinni.
Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 9 mótum af alls 16.
Besti árangur hennar er 5. sætið á þessu tímabili.