Sigurjón Ernir kláraði þolraun á Kanarí með stæl


Sigurjón Ernir Sturluson heldur áfram að bæta árangur sinn í allskonar þrekraunum sem íþróttamaður. Skagamaðurinn tók í gær þátt í 44 km. maraþonhlaupi á Kanaríeyjum. Þar endaði hann í 19. sæti á tímanum 4:48.51 klst.

Sigurjón Ernir segir frá hlaupinu á fésbókarsíðu sinni. Verkefnið var ærið þar sem að hækkunin var 2.400 metra, sem er hærra en hæsti tindur Íslands, Hvannadalshnjúkur (2.100 m.).

„Ég vissi að hlaupið yrði krefjandi með út frá hækkun og vegalengd og var búin að hugsa að það væri gaman að reyna að ná undir 5 klst og topp 20 over all,“ skrifar Sigurjón Ernir á fésbókarsíðu sína.

Hlaupið:

Ég byrjaði frekar þétt þar sem ég vildi hjá hvar ég stæði og einnig hvort ég gæti haldið mig kringum topp 20. Eftir 3 km með ansi mikilli hækkun var ég í 20. sæti og leið bara nokkuð vel þó ég vissi að tempóið var nokkuð hátt (púls að fara upp í 175).

Ég ákvað að reyna að halda mér á þessum stað og með púlsinn í 165-170 að meðaltali vissi ég að hlaupið ætti eftir að reyna og þá sérstaklega þegar ég kæmi lengra inní hlaupið. Ég var útrúlega góður fyrstu 25-26 km og var þá að drekka ca. 500ml á hverjum 30 min og taka 1/2 gel á hverjum 5 km + nýta drykkjarstöðvar (orkudrykk, stykki og hnetumix).

Þegar ég var komin í 29 km var ég komin á neðsta punkt í hlaupinu og vissi að það var ansi góð hækkun frammundan (ca. 1.000m hækkun á 8 km) og fórum við þá aftur upp vertical brekkuna sem við hlupum á föstudaginn + meiri hækkun eftir þá brekku.

Í krifrinu fann ég að tankurinn var farinn að tæmast eftir 1.100m hækkun og tvö góð niðurhlaup. Ég missti tvo til þrjá hlaupara fram úr mér upp vertical brekkuna en náði svo einum aftur efst uppi sem var orðin ansi bugaður.

Við náðum toppnum í kringum 38 km og viðurkenni ég fúslega að það var ansi gott að ná toppnum, Þar tók fyrsta konan fram úr mér og var ansi brött á þessum tímapunkti, ég hljóp með henni ca. 1 km en leyfði henni svo að fara þar sem hún átti meira inni en ég. Næst tók við 7 km niðurhlaup með einni brekku í 41 km. Ég náði að taka frammúr einum hlaupara í 42 km og sá að hann var orðin ansi þreyttur og vissi líka að hann var ekki að fara að reyna neinn lokasprett gegn mér með rúma 2 km í mark.

Ég kom í mark á 4:48 klst sem skilaði mér 19. sæti af 500 keppendum. (Markmiðið hjá mér var einmitt að vera undir 5 klst og í topp 20).

Þó ég sé heilt yfir mjög sáttur með hlaupið þó ég fann að fæturnir voru ekki í sama standi og yfir/strax eftir sumartímann. En hetjar dagsins eru klárlega þær Rakel María Hjaltadóttir og Mari Järsk. En Rakel var að hlaupa sitt fyrsta ultra hlaup og kláraði hlaupið á 7:15 klst og Mari hljóp á 6:09 og endaði í 7. Sæti meðal kvenna sem er ótrúlegur árangur. Einnig gerðu Agnes Helga Martin og Ásdís Björg Pálmadóttir sér lítið fyrir og tækluðu 21 km með stæl sem var ræst 9:30.

Það er svo ekkert betra en að koma í mark þar sem Simona Vareikaitė og Líf taka á móti mér með opnum örmum 🙏

Þetta er klárlega hlaup sem ég mæli með að prófa einn daginn 🙏👌