Bjarteyjarsandur með gull á Íslandsmótinu í handverki


Hjónin Arnheiður Hjörleifsdóttir og Guðmundur Sigurjónsson hafa á undanförnum árum byggt upp öfluga ferðaþjónustu á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði.

Samhliða ferðaþjónustunni er rekið sauðfjárbú á Bjarteyjarsandi og nýverið fékk Bjarteyjarsandur gullverðlaun Asksins, sem er Íslandsmót í matarhandverki. Verðlaunin hlutu þau fyrir pikklaðar radísur.

Arnheiður er frá Akranesi en Guðmundur er frá Bjarteyjarsandi en hann stundaði nám við FVA á sínum tíma og lék m.a. körfubolta með ÍA.

Hlédís Sveinsdóttir og Heiðar Mar Björnsson gerðu áhugavert innslag um Bjarteyjarsand í þættinum „Að Vestan“ sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni N4.

Umfjöllunin er hér fyrir neðan.