Hvernig er óveðrið á Akranesi? – 34 m/s hviður í Akraneshöfn!


Eins og flestir vita gengur mikið óveður yfir landið þessa stundina.

Hægt er að fylgjast með veðrinu við Akraneshöfn með upplýsingum frá veðurstöð sem Faxaflóahafnir eru með á þeim slóðum.

Myndin lýsir alls ekki ástandinu í Akraneshöfn þessa stundina.

Samkvæmt veðurstöð Faxaflóahafna hefur meðalvindur við Akraneshöfn verið um 15-17 metrar á sekúndu. Í hviðum hefur vindurinn farið upp í 34 metra á sekúndu, en það var kl. 19:40 í kvöld.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar frá veðurstöðinni við Akraneshöfn.