„Textinn er á alvarlegum nótum en þannig er jú lífið oft á tíðum,“ segir söngkonan Jónína Björg Magnúsdóttir við skagafrettir.is.
Jónína Björg gaf nýverið út jólalagið „Stjörnur á himni“ sem hún hefur birt á ýmsum samfélagsmiðlum.
Jónína Björg syngur lagið, og spilar hún einnig á gítar.

Guðjón Jósef Baldursson er með slagverkið í laginu, Birgir Þórisson var upptökustjóri en lagið var tekið upp í Tónlistaskólanum á Akranesi í nóvember á þessu ári.
Myndbandið gerði Ársæll Rafn Erlingsson og Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir á ljósmyndirnar í myndbandinu.
Jónína Björg er fædd þann 25. ágúst 1965. Hún er fiskverkakona og varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.