Valdís Þóra og Guðmundur Ágúst kylfingar ársins 2019


Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2019.

Þeir eru Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá GSÍ.

Þetta er í 22. skipti þar sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Þetta er í þriðja sinn sem Valdís Þóra fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst fær þessa viðurkenningu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson:

Guðmundur Ágúst, sem er 27 ára, varð Íslandsmeistari í höggleik á árinu í fyrsta skipti. Hann lék á Nordic Golf League atvinnumannamótaröðinni þar sem hann sigraði á þremur mótum og vann sér um leið þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumannamótaröð í Evrópu. Hann komst inn á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Guðmundur hóf árið í 1656. sæti á heimslista atvinnumanna en er nú efstur Íslendinga í 558. sæti.


Valdís Þóra Jónsdóttir:

Valdís Þóra, sem er þrítug, er kylfingur ársins í þriðja sinn. Hún lék sitt þriðja tímabil á Evrópumótaröðinni í golfi og endaði tímabilið í 71. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Valdís náði sínum besta árangri í Ástralíu í mars þegar hún lenti í 5. sæti. Valdis var lengi vel í forystu í mótinu en hún lék á 63 höggum á fyrsta hring, sem var besta skor mótsins. Valdís komst í gegnum niðurskurðinn á 7 mótum af 14 á Evrópumótaröðinni á árinu. Hún komst inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum og verður með takmarkaðan keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni á næsta tímabili.


Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu hjá konunum eða alls sex sinnum.

Kylfingar ársins frá upphafi:

1973Björgvin ÞorsteinssonGA1
1974Sigurður ThorarensenGK1
1975Ragnar ÓlafssonGR1
1976Þorbjörn KjærboGS1
1977Björgvin ÞorsteinssonGA2
1978Gylfi KristinssonGS1
1980Hannes EyvindssonGR1
1981Ragnar ÓlafssonGR2
1982Sigurður PéturssonGR1
1983Gylfi KristinssonGS2
1984Sigurður PéturssonGR2
1985Sigurður PéturssonGR3
1986Úlfar JónssonGK1
1987Úlfar JónssonGK2
1988Úlfar JónssonGK3
1989Úlfar JónssonGK4
1990Úlfar JónssonGK5
1991Karen SævarsdóttirGS1
1992Úlfar JónssonGK6
1993Þorsteinn HallgrímssonGV1
1994Sigurpáll Geir SveinssonGA1
1995Björgvin SigurbergssonGK1
1996Birgir Leifur HafþórssonGL1
1997Birgir Leifur HafþórssonGL2
1998Björgvin SigurbergssonGK2Ragnhildur SigurðardóttirGR1
1999Örn Ævar HjartarsonGS1Ólöf María JónsdóttirGK1
2000Björgvin SigurbergssonGK3Ragnhildur SigurðardóttirGR2
2001Örn Ævar HjartarsonGS2Herborg ArnardóttirGR1
2002Sigurpáll Geir SveinssonGA2Ólöf María JónsdóttirGK2
2003Birgir Leifur HafþórssonGKG3Ragnhildur SigurðardóttirGR3
2004Birgir Leifur HafþórssonGKG4Ólöf María JónsdóttirGK3
2005Heiðar Davíð BragasonGKj.1Ólöf María JónsdóttirGK4
2006Birgir Leifur HafþórssonGKG5Nína Björk GeirsdóttirGKj.1
2007Birgir Leifur HafþórssonGKG6Nína Björk GeirsdóttirGKj.2
2008Hlynur Geir HjartarsonGOS1Ólöf María JónsdóttirGK5
2009Ólafur Björn LoftssonNK1Valdís Þóra JónsdóttirGL1
2010Birgir Leifur HafþórssonGKG7Tinna JóhannsdóttirGK1
2011Ólafur Björn LoftssonNK1Ólafía Þórunn KristinsdóttirGR1
2012Haraldur Franklín MagnúsGR1ÓIafía Þórunn KristinsdóttirGR2
2013Birgir Leifur HafþórssonGKG8Sunna VíðisdóttirGR1
2014Birgir Leifur HafþórssonGKG9Ólafía Þórunn KristinsdóttirGR3
2015Birgir Leifur HafþórssonGKG10Ólafía Þórunn KristinsdóttirGR4
2016Birgir Leifur HafþórssonGKG11Ólafía Þórunn KristinsdóttirGR5
2017Axel BóassonGK1Ólafía Þórunn KristinsdóttirGR6
2018Haraldur Franklín MagnúsGR2Valdís Þóra JónsdóttirGL2
2019Guðmundur Ágúst KristjánssonGR1Valdís Þóra JónsdóttirGL3