Ingibjörg Eygló og Linda Sif höfðu heppnina með sér – unnu miða á Jólatónleika Rakelar Páls


Í kvöld var dregið í leik þar sem að lesendur og dyggir stuðningsmenn Skagafrétta tóku þátt á samfélagsmiðlum fréttavefsins.

Í boði voru miðar á glæsilega Jólatónleika sem Skagakonan Rakel Páls heldur á Akranesi sunnudaginn 15. desember.

Þátttakan var mjög góð þrátt fyrir skamman fyrirvara.

Ingibjörg Eygló Jónsdóttir var sú heppna í fésbókarleiknum og fær 2 miða á Jólatónleikana hjá Rakel Páls. Miðarnir bíða eftir þér Ingibjörg Eygló í miðasölunni. Góða skemmtun.

Á Instagram var það Linda Sif sem var sú heppna. Linda Sif á því 2 miða á Jólatónleikana hjá Rakel Pál. Miðarnir bíða eftir þér Linda Sif í miðasölunni. Góða skemmtun.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/14/rakel-pals-lofar-ljufri-stemningu-a-jolatonleikum-sinum-i-tonbergi/