Ástrós í „Allir getað dansað“ á ættir að rekja á Akranes


Skagakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur á undanförnum misserum staðið í brúnni sem þáttastjórnandi á hinum vinsæla þætti „Allir getað dansað.“ Þátturinn er sýndur á Stöð 2. Sigrún Ósk er ekki sú eina sem er með Skagatengingu í þessum þætti.

Ástrós Traustadóttir, atvinnudansari, er með mikla tengingu á Akranes. Móðir hennar er Ásta Sigurðadóttir, fædd árið 1968, en Ásta ólst upp á Akranesi. Móðir Ástu og amma Ástrósar er Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sem bjó einnig lengi hér á Akranesi.

Ástrós er með það verkefni að dansa með knattspyrnumanninum Veigari Páli Gunnarssyni.

Fótbolti hefur komið mikið við sögu í lífi Ástrósar því faðir hennar er Trausti Ívarsson, fyrrum leikmaður Víkings úr Reykjavík.

Atriði Ástrósar og Veigars í síðasta þætti vakti mikla athygli en það má sjá hér fyrir neðan.