Haukur Baldvinsson, leikmaður knattspyrnuliðsins Augnabliks úr Kópavogi, hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann vegna atviks sem átti sér stað þann 7. desember s.l. á Íslandsmótinu innanhúss.
Þar kastaði Haukur skó í Skagamanninn Ólaf Inga Guðmundsson sem var aðstoðardómari á leiknum.
Ólafur Ingi hefur á undanförnum árum tekið að sér ýmis störf sem tengjast dómgæslu í knattspyrnu fyrir ÍA.
Ólafur Ingi var í hlutverki aðstoðardómara í þessum leik og kastaði Haukur skó sínum í áttina að Ólafi eins og sjá má í myndbandinu sem er hér fyrir neðan. Ólafur Ingi slasaðist ekki en skórinn fór í tölvuskjá á borðinu og var höggið mikið.
Smelltu hér til að sjá myndbandið
Fótbolti.net skrifaði um atvikið á sínum tíma en þá frétt má lesa hér.
Haukur varð Íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki og bikarmeistari með Fram. Hann hefur einnig leikið með Víkingi R., Keflavík og Augnabliki.