„Guðsmildi og óendanlegar þakkir að ekki fór verr“


„Guðsmildi og óendanlegar þakkir að ekki fór verr í gær þegar barnið mitt hún Birgitta Guðmundsdóttir lenti í þessu slysi og fékk jeppa á sig. Hún er ómeidd en eðlilega í miklu sjokki, við fjölskyldan umvefjum hana,“ skrifar Skagakonan Hanna Þóra Guðbrandsdóttir á fésbókarsíðu sína vegna umferðarslyss sem átti sér stað síðdegis í gær á Kjalarnesi.

Sjá frétt Vísis hér:

Fjögurra bíla árekstur varð við afleggjarann inn í Grundarhverfi á fimmta tímanum í gær. Ein kona var flutt á slysadeild en slysið var sem betur fer ekki eins alvarlegt og óttast var í fyrstu.

Tveir sjúkrabílar, tveir bílar frá slökkviliðinu og þrír lögreglubílar voru sendir á vettvang .

Mjög hvass var á Kjalarnesinu í gær og fóru vindhviður upp í 26 metra á sekúndu.